Tuesday 7 April 2009

Topp 5

Ásta minntist í síðustu færslu á Doves tónleikana sem við erum að fara á 1. maí. Þeir voru að gefa út nýja plötu, Kingdom of Rust, sem er algjör snilld og er búin að vera stanslaust í spilaranum hjá mér síðustu vikuna.

Er þá ekki við hæfi að starta nýjum lið hér á síðunni? Topp 5 uppáhölds lögin mín með ýmsum hljómsveitum. Einn góður vinur minn sagðist nota bloggið sem einskonar dagbók og sagði það afar skemmtilega iðju að fletta til baka í blogginu sínu og sjá hvaða hugsanir þutu í gegnum kollinn hverju sinni. Þetta leist mér afar vel á hjá honum. Það sem ég er að hugsa um núna er: Mér finnst Doves frábær, nei, gjörsamlega mögnuð hljómsveit og ég er að pissa á mig af spenningi yfir að fá að sjá þá live eftir tæpan mánuð.

Hér á eftir fylgir því topp 5 listi minn af Doves lögum, þessa stundina. Ég hélt að ég gæti riggað þessu upp á núlleinni, en því er nú öðru nær. Þetta reyndist mér svo erfitt, að það eru m.a.s. fleiri en 5 lög á listanum, nánar tiltekið 8. Ég vona að mér verði fyrirgefið fyrir að hafa látið þetta eftir sjálfum mér, en ég fékk bara svo mikið samviskubit þegar ég ætlaði að byrja að skera listann niður að ég gat það ekki. Næst lofa ég að það verða bara 5 lög á listanum.

Það eru 3 lög af fyrstu 2 plötunum þeirra og svo sitthvort lagið af síðari 2 plötunum. Samt finnst mér eiginlega seinni plöturnar, sem heild vera betri. Svona er ég sérstakur. Lögin eru ekki í neinni sérstakri röð

Snowden (Some Cities, 2005)



Þetta er af frábærri, yndislegri plötu. Það er afskaplega erfitt að gera upp á milli laga á þessari plötu, það sem gerir plötuna nefnilega svo frábæra er hvað öll lögin eru góð! (mikil speki þetta, ég á greinilega mikla framtíð fyrir mér sem tónlistargagnrýnandi… eða þannig). Ég mæli afar sterklega með því að fólk kynni sér hana. Merkilegt nokk, þá eru fyrstu 2 lögin ekki jafn frábær og lög númer 3 – 8 þ.a. það er margt vitlausara en að byrja á lagi nr. 3. Þessa stundina er Snowden í uppáhaldi hjá mér, en það eru a.m.k. 5 önnur lög af þessari plötu sem kæmu til greina hér.


Kingdom of Rust (Kingdom of Rust, 2009)



Þetta lag er á nýju plötunni og var fyrsti singull. Ég var með þetta lag á heilanum í 3 daga stanslaust fyrst eftir að ég heyrði það. Miðað við fyrstu viðbrögð mín við plötunni eiga fleiri lög eftir að banka hressilega á þennan lista, en þetta er það eina sem kemst þangað að sinni

Pounding (Last Broadcast, 2002)



Til að lýsa þessu lagi ætla ég að vitna í “henniganp” sem commentaði á youtube: “What a savage tune it should be everyones alarm clock fan-fucking-tastic” Ég gæti ekki orðað það betur sjálfur, shit hvað ég hlakka til að sjá þetta lag live! Það var reyndar eitt annað ansi gott comment á youtube sem var eitthvað á þessa leið: the drummer looks like he’s constantly surprised while playing the drums. Það fannst mér fyndið.

Firesuite (Lost Souls, 2000)



Fyrsta lagið á fyrstu plötunni þeirra. Eina instrumental lagið sem ég man eftir í svipinn sem ég hef fallið jafn kyrfilega og þetta. Það er eitthvað svo “grúví” við þetta allt saman. Þeim tekst einhvern veginn, á svo ótrúlegan hátt, að búa til svo flottan “hljóðheim” (er það orð til í íslensku?) sem grípur mig.

Catch the sun (Lost Souls, 2000)



Hugsanlega mest catchy lagið með þeim. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Doves, sumarið 2003 í Kaupmannahöfn. Þá leigði ég íbúð í einn mánuð af Hjalta nokkrum Harðarsyni, félaga mínum sem ég hafði kynnst í Köben haustið áður. Ég stalst til að hlusta á nokkra diska sem hann hafði skilið eftir í íbúðinni, þar á meðal var safndiskur sem þetta lag var á. Eftir það var ekki aftur snúið, ég var hooked á Doves. Ætli ég eigi þá ekki að þakka Hjalta fyrir að kynna mig fyrir Doves. Annað lag sem ég man eftir að ég hlustaði mikið á þetta sumar í íbúðinni hans var Slow Emotion Replay með The The, það er frábært lag með frábærum munnhörpukafla.

Caught by the river (The Last Broadcast, 2002)



Síðasta lagið af plötunni. Þessi útgáfa er styttri en plötuútgáfan, mér sýnist þetta hafa verið notað í OC einhvern tímann. Frábært lag, lítið meira um það að segja.

The Cedar Room (Lost Souls, 2000)



Ég var dáldið lengi að fatta þetta lag. Það er falið aftarlega á fyrsta disknum þeirra og það tekur frekar langan tíma að byrja og þess vegna sleppti ég því oft þegar ég var að hlusta á diskinn. En það skemmtilega við Doves er hvað þeir vinna mikið á við hverja hlustun. Komst að því síðar að það var víst gefið út sem singull. Singullinn er 4 mín og 39 sek, á plötunni er lagið 7 mín og 39 sek. Þetta er lengri útgáfan live, sú styttri nær einhvern veginn ekki þeim snilldarhæðum sem sú lengri nær. Söngurinn er eilítið “pitchy” á köflum, eins og Simon Cowell myndi segja – en það kemur ekki að sök.

Satellites (The Last Broadcast, 2002)



Ég ætlaði að sleppa þessu lagi, en ég hreinlega gat það ekki. Frábært lag og svo viðeigandi endir á þessum (allt of langa) “5” laga lista. Næst mun ég ná að stytta listann niður í 5 lög, ég lofa.

1 comment:

  1. Ánægður með þetta. Skemmtilegar svona færslur... En fyrir alla muni hafðu þetta 5 lög næst ;)

    ReplyDelete