Friday 3 April 2009

Annars konar óhljóð

Kisi er horfinn. Morguninn eftir að ég skrifaði um hann, þá hætti hann þessu breimi. Samt sleppti ég hvorki læðu né doberman hundi til að hafa hemil á honum. Líklegasta skýringin er sú að honum líki illa við ítölsku iðnaðarmennina sem eru að vinna á neðstu hæðinni í húsinu. Þeir byrja nefnilega daginn, kl. 08:00 á því að starta loftpressunni sinni og svo hamast þeir eins og þeir eigi lífið að leysa fram til ca. 10:00. Þegar þeir eru öruggir um að hafa örugglega vakið alla íbúa í nágrenninu, þá hætta þeir á loftpressunni og fara að vinna önnur hljóðlátari störf.

2 comments:

  1. Kötturinn hlýtur að hafa lesið bloggið ykkar og móðgast svona hrikalega!!!. Geturðu ekki hent einhverju kvenkyns á þessa ítölsku iðnaðarmenn ... þeir hljóta þá að byrja seinna!

    ReplyDelete
  2. haha já það er góður punktur Rebekka....þeir eru óþolandi, ég blóta þeim á hverjum morgni þannig þetta gæti verið lausnin :-)

    ReplyDelete