Saturday 4 April 2009

Amy Amy Amy....

Jæja þá er komið uppkast af tónleikaplaninu okkar og ef ég þekki okkur rétt þá á eftir að bætast verulega á listann....
1 maí förum við á Doves sem er á topp 5 listanum hans JEH, ég hef reyndar ekkert hlustað á þá en þarf að fara að undirbúa mig fyrir atburðinn.
31 maí förum við svo að sjá uppáhaldið mitt, enga aðra en Amy Winehouse...ég get ekki beðið og er byrjuð að telja dagana !!!.
15 júní förum við á Kings of Leon með Gyðu og Danna. Við sáum þá live á Brit Awards og þá jókst álit mitt á þeim, rosa góðir live hlakka ekkert smá mikið til.
Svo eru fleiri tónleikar sem við erum að spá í að fara á, bara eftir að kaupa miða. Mig langar rosalega mikið að fara á Jamie Cullum og vonandi getum við reddað miðum á hann. Ef ég fæ að sjá Amy og Jamie þá er ég sátt !!

Annars er sumarið komið hérna hjá okkur og það munar ekkert smá miklu þegar veðrið er almennilegt, annað en skíta veðrið alltaf á Íslandi. Fórum á Arsenal – Man city í dag í æðislegu veðri og auðvitað vann okkar lið. Erum svo búin að vera á röltinu í allan dag að skoða okkur um, London er svo stór að það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. Á morgun er svo ferðinni heitið á útimarkaðinn í Camden og það vill svo skemmtilega til að Amy Winehouse vinkona mín býr einmitt þar og er ég með heimilisfangið hennar þannig auðvitað ætla ég að rölta þar framhjá....

Þangað til næst..
Ásta

1 comment:

  1. Oh, þetta er eins og tekið af mínum óskalista, Amy, Jamie (ég btw er ástfangin af jamie cullum) og Kings of Leon....ÖFUND!!!

    En góða skemmtun, þetta verður án efa skemmtilegt!

    Kv Halla Katrín

    ReplyDelete