Wednesday 27 May 2009

Flutningar....

Jæja þá erum við endanlega búin að ákveða að flytja til Íslands í haust, erum með íbúðina í London á leigu til 15 september og ætli við komum ekki um það leytið. Ég var að fá að vita það að ég komst inn í master í Vinnusálfræði í HÍ og mig langar rosalega mikið í það nám þannig ég ætla bara að drífa mig !! Það er búið að vera æðislegt að búa í London og á ég pottþétt eftir að sakna þess, ætlum bara að nýta tímann vel sem við eigum eftir – tíminn líður svo rosalega hratt.

Við fórum á Beyoncé tónleika á mánudaginn og það var æðislegt, hún er ekkert smá góð svona live. Verð nú að viðurkenna að ég hef ekkert verið svakalegur aðdáandi en eftir tónleikana þá erum við orðnir aðdáendur nr 1 - nú er bara Beyoncé í okkar ipod..haha!
Fyrst við vorum byrjuð á þessu tónleikaæði okkar þá keyptum við miða á Britney Spears og eru tónleikarnir 7 maí – það verður örugglega rosa gaman og já erum líka að fara á Pearl Jam 18 ágúst. Þetta er orðin svo svakaleg dagskrá að ég þarf að halda utan um tónleikaplanið í word skjali svo við gleymum ekki tónleikum....:)

Svo ég haldi nú áfram að blaðra um tónleika þá er ég brjáluð yfir því að Amy er búin að cancela tónleikunum, ég get ekki lýst því hvað ég er pirruð við hana en svona er það þegar uppáhalds tónlistarmaðurinn manns er krakkfíkill.
Í því tilefni ætlaði ég að setja inn myndbönd af henni en það tókst ekki þannig það kemur bráðum....

Ásta

2 comments:

  1. katrín Þrastar28 May 2009 at 11:34

    þetta er nú meira ævintýrið hjá ykkur.:).... ohh hvað verður samt gott að fá þig heimtil íslands... hlakka ekkert smá til :)... knús katrín

    ReplyDelete
  2. oh hvad tu ert heppin ad flytja heim aftur, tad gerist sko ekki a naestunni hja mer.

    ReplyDelete